Messur á páskadegi og annan í páskum

 Páskasunnudagur: 

Kl. 8 í Hallgrímskirkju mun sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Páskatónlist, m.a. Páskahelgileikur úr Hólabók frá 1589 fluttur af Mótettukór Hallgrímskirkju. Einsöngvarar eru kórfélagarnir Gígja Gylfadóttir sópran og Sigurjón Jóhannsson tenór. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

Kl. 11 er svo hátíðarmessa þar sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og messuþjónum. Glæsileg páska -og hátíðartónlist flutt af Mótettukór Hallgrímskirkju. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Skemmtilegt barnastarf með páskaföndri og páskaeggjum er í umsjá Rósu Árnadóttur og Ragnheiðar Bjarnadóttur.

Annar í páskum:

Kl. 11 á annan í páskum er hátíðarmessa og ferming. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sr. Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Allir velkomnir!

Eigið gleðilega páska.

Minnisvers páskana:„Ég dó en nú lifi ég um aldir alda og ég hef lykla dauðans og heljar.“ (Opb 1.18b) Andstef: Drottinn er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn.