Messur um Hvítasunnu

12. maí 2016
Á sunnudagsmorgninum kl. 11 verður hátíðarmessa þar sem Mótettukór Hallgrímskirkju syngur hátíðartónlist undir stjórn Harðar Áskelssonar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson messar og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Messan er í beinni útsendingu á Rás 1. Barnastarf er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi eftir messu.



 

Á annan í hvítasunnu, mánudaginn 16. maí kl. 11 er messa þar sem Elín Ragnarsdóttir verður fermd. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Verið velkomin.