Minningartónleikar um Jóhann Jóhannsson

Texti tekinn af auglýsingu viðburðar: Tónleikar í Hallgrímskirkju í tilefni þess að Jóhann hefði orðið 50 ára í september, laugardaginn 21. september kl. 20.

Fluttir verða kaflar úr mörgum af fegurstu verkum Jóhanns í umsjá Unu Sveinbjarnardóttur, Ólafs Björns Ólafssonar og Skúla Sverrissonar ásamt strengjasveit. Eftir hlé Virðulegu Forsetar í heild sinni undir stjórn Guðna Franzsonar.

Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við The Jóhann Jóhannsson Foundation sem fjölskylda og vinir Jóhanns stofnuðu í fyrra til að halda minningu hans á lofti og láta gott af sér leiða í hans nafni. Eins og áður sagði hefði Jóhann orðið 50 ára 19.september og er hans minnst með tónleikum víða um heim nú í haust

Aðgangseyrir: 5.900 kr. Miðasala er inn á tix.is.

thejohannjohannssonfoundation.org

https://www.facebook.com/thejohannjohannssonfoundation/