Miðvikudagur í Hallgrímskirkju 5. júní

04. júní 2019
Kl 08:00 Morgunmessa í kór Hallgrímskirkju. Messuþjónar sjá um athöfnina ásamt Sigurði Árna Þórðarsyni. Morgunmatur eftir messu.

kl. 20.00 Hátíðarhljómar Kirkjulistahátíðar – Trompetleikararnir Jóhann Nardeau og Baldvin Oddsson ásamt David Cassan organista frá Frakklandi flytja tónlist eftir Charpentier, Vivaldi, Händel o.fl. Segja má að Jóhann og Baldvin hafi slegið í gegn á Hátíðarhljómum um síðustu áramót í Hallgrímskirkju og nú koma þeir aftur með hinum margverðlaunaða franska organista David Cassan sem vann m.a.fyrstu verðlaun í Alþjóðlegu orgelkeppninni í Chartre í Frakklandi 2017. Milli verka leikur David Cassan af fingrum fram. Miðaverð 4.900 kr.