Myndlistarsýning Erlu S. Haraldsdóttur - Genesis

27. október 2016

Genesis - Erla S. Haraldsdóttir


Laugardaginn 29. október kl. 14




Myndlistarsýning í forkirkju Hallgrímskirkju Genesis er heiti sýningar Erlu S. Haraldsdóttur. Sköpunarsagan liggur til grundvallar sýningunni. Erla sýnir sjö ný málverk. Sköpunarsagan er þekkt stef í kirkjulistasögunni og gengur Erla inn í þá hefð á eigin forsendum með því djarfa litaspili, þykku málningu og ríkulegu tilvísunum sem einkenna verk hennar. Erla vísar meðal annars í safn íslenskra miðaldateikninga, „Sköpun jarðkringlunnar“ úr Íslensku teiknibókinni. Laugardaginn 29. október kl. 14 mun Erla ræða um verk sín í forkirkju Hallgrímskirkju og svara spurningum.