Myndlistarsýning Huldu Hákonar í Víðsjá

29. júní 2016
Í fordyri kirkjunnar eru reglulega settar upp listsýningar. Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur umsjón með þeim en stundum teygja sýningarnar sig inn í kirkju og líka fyrir utan kirkjuna.

Að þessu sinni er listakonan Hulda Hákon með sýningu í Hallgrímskirkju sem ber heitið Á eyju við íshafið: Fólk, eldur og fuglar. Sýningin hófst um seinustu hvítasunnu, 15. maí og mun standa yfir til 28. ágúst. Í seinustu viku í Víðsjánni tók Ævar Kjartansson viðtal við listakonuna um verkið sitt. Hægt er að hlusta á það viðtal hér.

Verið velkomin alla daga milli kl. 9 - 21 að líta á sýninguna.