Nú árið er liðið ...

01. janúar 2019
Hvað eiga Guð og Greta Thunberg sameiginlegt? Blessun - og um hana verður rætt í prédikun nýársdags í Hallgrímskirkju. Hátíðarmessa á fyrsta degi ársins 2019 verður kl. 14. Prestar: Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Hörður Áskelsson leikur á orgelið og stýrir söng Mótettukórs Hallgrímskirkju. Drottinn blessi þig og varðveiti þig á nýju ári.