Nóg um að vera í Hallgrímskirkju um helgina

13. desember 2019

Helgina 14. - 15. desember


You can find the English version of these news here.


Kirkjan er lokuð kl. 10 - 13 laugardaginn 14. desember vegna tónleikaæfinga. Turninn er opinn. 

Aðventutónleikar með Karlakór Reykjavíkur laugardaginn 14. desember kl. 17 og sunnudaginn 15. desember kl. 17 & 20
Aðalgestur kórsins þetta árið er Sigrún Pálmadóttir sópran. Þessi glæsilega söngkona hefur farið með fjölmörg óperuhlutverk bæði heima og erlendis auk þess sem hún hefur sungið á tónleikum víða um heim og fengist við fjölbreyttar efnisskrár. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram með Karlakór Reykjavíkur og vænta kórfélagar mikils af samstarfinu við hana á komandi tónleikum. Karlakór Reykjavíkur kallar einnig til fastagesti sína frá fyrri árum sér til fulltingis. Þau eru organistinn Lenka Mátéová, trompetleikararnir Eiríkur Örn Pálsson og Guðmundur Hafsteinsson auk og Eggerts Pálssonar pákuleikara. Þá mun kórfélaginn og hornleikarinn Jóhann Björn Ævarsson leika með í einu lagi.
Stjórn þessa viðburðar verður í höndum Friðriks S. Kristinssonar, sem starfað hefur farsællega með Karlakór Reykjavíkur í þrjá áratugi.
Aðgangseyrir: 6.000 kr. Miðasala inn á tix.is og við innganginn á tónleika degi.

Messa og barnastarf sunnudaginn 15. desember kl. 11 – þriðji sunnudagur í aðventu
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Umsjón barnastarfs: Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Kaffisopi eftir messu.

Jólatónleikar með Schola cantorum sunnudaginn 15. desember kl. 14 – ókeypis aðgangur
Í tilefni af jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva verður kammerkórinn Schola cantorum með tónleika. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Kórinn mun flytja tónlist tengda jólum eftir Báru Grímsdóttur, Sigurð Sævarsson, Peter Philips, Gunnar Andreas Kristinsson, Richard Dering, Daníel Bjarnason, Jakob Handl, Þorkel Sigurbjörnsson og Hreiðar Inga Þorsteinsson og frumflytur Jólalag Ríkisútvarpsins 2019, Mín bernskujól, eftir Hafliða Hallgrímsson.

Ókeypis aðgangur en tónleikarnir verða einnig útvarpaðir í beinni útsendingu á Rás 1 og um alla Evrópu.