Norrænir KFUM&K í Hallgrímskirkju

31. janúar 2022
Fréttir

KFUM&K félögin á Norðurlöndum rækta samband félaganna og samvinnu. Árlega hittast framkvæmdastjórar samtakanna. Í ár var fundurinn haldinn á Íslandi. Hópurinn kom við í Hallgrímskirkju á laugardag. Sigurður Árni Þórðarson tók á móti þeim, fór yfir sögu Hallgrímskirkju, sagði frá góðum og gefandi tengslum við KFUM&K frá stofnun Hallgrímssafnaðar. Eftir að hafa farið í turninn til að njóta útsýnisins fór hópurinn í gönguferð um miðbæinn - í snjókomunni.