Næstu dagar...

05. mars 2020


Fréttabréf Hallgrímskirkju dagana 5. – 11. mars
Vers vikunnar:
Hygginn maður er orðvar og skynsamur maður er fáorður.
Orðskv. 17.27

Kæru vinir og viðtakendur.

Efni fréttabréfsins:
- Orgel Matinée og dagur kirkjutónlistarinnar
- Fræðslumorgnar í mars
- Guðþjónusta og barnastarf + opnun listsýningar
- Útskriftartónleikar
- Er þá ekkert heilagt lengur?


Orgel Matinée og dagur kirkjutónlistarinnar laugardaginn 7. mars
Organistinn Björn Steinar Sólbergsson leikur á Klais orgel Hallgrímskirkju kl. 12, laugardaginn 7. mars. Í upphafi tónleika er stutt helgistund í umsjá sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur. 
Á efnisskránni eru verk eftir Felix Mendelssohn Bartholdy og J.S. Bach. Ókeypis aðgangur.

Þennan sama dag er einnig haldið upp á dag kirkjutónlistarinnar í Hallgrímskirkju kl. 10 – 15. Áhugasamir um kirkjutónlist eru velkomnir og geta kynnt sér erindi dagsins hér fyrir neðan:
 
Fræðslumorgnar á sunnudögum kl. 10 í mars 
Sögur úr og samtíð og fortíð. Góð og fjölbreytt blanda af frásögum af bókum, fólki og fleiru.
Næstkomandi sunnudag fyrir messu, kl. 10 í Suðursal mun Málfríður Finnbogadóttir segja sögu Guðrúnar Lárusdóttur alþingiskonu og rithöfundar. Kleinur og heitt á könnunni fyrir morgunhressa.

Guðþjónusta og barnastarf + opnun listsýningar sunnudaginn 8. mars kl. 11
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. 
Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. 
Umsjón barnastarfs: Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Kaffisopi eftir messu. 

Eftir guðþjónustu verður opnun nýrrar listsýningar í fordyri kirkjunnar eftir Karlottu Blöndal. Sýningin mun standa til 30. maí 2020. Sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir.  

Útskriftartónleikar sunnudaginn 8. mars kl. 17 – ókeypis aðgangur
Útskriftartónleikar Erlu Rutar fara fram í Hallgrímskirkju sunnudaginn 8.mars kl. 17:00. Þar með lýkur hún bakkalárnámi frá kirkjutónlistarbraut LHÍ í samstarfi við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. 

Er þá ekkert heilagt lengur - miðvikudaginn 11. mars kl. 12 í Norðursal
Haffi Haff er fjöllistamaður og mun fjalla um erindið: Guð og lífsdansinn. Hann hefur starfað sem tónlistarmaður og vakti athygli í sjónvarpsþáttunum Allir gesta dansað. Haffi talar um hið heilaga í lífinu og hvernig trú hríslast í allar æðar lífs hans. Veitingar í boði kirkjunnar. 

Guð gefi ykkur góða viku.