Ný heimasíða Hallgrímskirkju fer í loftið nk. sunnudag kl. 11
Tekið verður í notkun nýtt vefkerfi, Flex, í stað Moya sem við höfum verið með undanfarin ár. Nýja síðan fer í loftið nk. sunnudag, 30. nóvember kl. 11, við upphaf messu á fyrsta í aðventu sem er einnig fyrsti sunnudagur í nýju kirkjuári.
Heimasíða Hallgrímskirkju er andlit kirkjunnar okkar út á við, þar sem hægt er að finna ýmsar mikilvægar og praktískar upplýsingar. Forsíðan hefur verið einfölduð og skýrð til muna, með betra flæði og áherslu á að gera helstu upplýsingar aðgengilegar á augabragði. Nýja kerfið býður upp á hraðari og öruggari vef, betri tæknilega uppbyggingu og sveigjanlegra vinnuflæði sem auðvelda vefstjórnun og er um leið notendavænni, fyrir gesti síðunnar. Þetta gerir okkur kleift að halda síðunni ferskri og í takt við þarfir samtímans, þannig að hún endurspegli sem best því sem Hallgrímskirkja stendur fyrir; samfélagi, trausti, helgihaldi, og tónlistar- og menningarstarfi.
Fylgist með hér á sunnudaginn kl. 11
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR