Með mikilli gleði og ánægju kynnum við nýjan Barnakór Hallgrímskirkju sem hefst í haust! Kórinn er ætlaður börnum í 3.–5. bekk og er öll þátttaka ókeypis.
Í kórnum fá börn tækifæri til að:
læra grunnatriði í raddbeitingu og tónlist
syngja fjölbreytt lög og sálma í skemmtilegu og hvetjandi umhverfi
taka þátt í tónleikum og helgihaldi í Hallgrímskirkju
kynnast nýjum vinum og njóta gleðinnar sem fylgir kórsöng
Kórinn verður leiddur af reynslumiklum og hlýlegum stjórnanda, Fjólu Kristínu Nikulásdóttur, sem brennur fyrir tónlistarkennslu barna.
Fjóla Kristín er kennari, kórstjóri og söngkona að mennt. Auk þess að starfa sem kórstjóri hefur hún kennt leiklist í grunnskóla um árabil og sett upp fjölda söngleikja og leikrita með börnum og unglingum. Hún er með meistaragráðu í óperusöng og hefur einnig starfað sem atvinnusöngkona.
Skráning hefst innan skamms – fylgist með hér á heimasíðunni og samfélagsmiðlum Hallgrímskirkju fyrir nánari upplýsingar.
Við hlökkum til að taka á móti kraftmiklum og forvitnum söngkrökkum í Barnakór Hallgrímskirkju!
HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR BARNANNA