Nýr hökull í Hallgrímskirkju

22. desember 2022
Fréttir
Hökull Sigríðar Jóhannsdóttur

Sigríður Jóhannsdóttir hefur saumað nýjan hátíðahökul sem hún og Leifur Breiðfjörð hafa hannað fyrir Hallgrímskirkju. Hökullinn verður tekin í notkun í guðsþjónustunni á jólanótt kl. 23:30. Stóla og hökull eru par í helgihaldi kirkna og eru því hönnuð saman. Sigríður hefur þegar unnið tvær hvítar stólur fyrir kirkjuna og nú er hún að sauma seinni hökulinn sem verður tekinn í notkun á páskum 2023. Táknmálið er ríkulegt og efnið valið til að endurspegla ljós kirkjunnar með fjölbreytilegu móti. 

Sigríður og Leifur afhentu fyrri hökulinn 22. desember og þá var þessi mynd tekin af þeim og prestum Hallgrímskirkju. Mynd Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir.