Opið bænahús og beint samband

Hallgrímskirkja er hlið himins og margir koma í kirkjuna til að biðja. Þessar vikurnar er óheimilt að efna til guðsþjónustuhalds. En bænastundir með takmörkuðum fjölda eru í Hallgrímskirkju mánudaga til föstudaga og einnig sunnudaga kl. 12 á hádegi. Hámarksfjöldi í kirkjunni er 20 manns og biðjum við alla að virða sóttvarnarmörk og reglur.

Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson