Opin kirkja og kröftugt klukkuspil

30. desember 2020
Aftansöng verður útvarpað á RÚV kl. 18 á gamlársdag. Vegna fjöldatakmarkana var aftansöngurinn tekinn upp milli jóla og nýárs.

En þrátt fyrir að ekki sé messað er Hallgrímskirkja opin alla daga kl. 11-15. Hægt er að koma í kirkjuna og kveikja á kertum og njóta kyrrðar til íhugunar og bæna. Hádegisbænir eru mánudaga til föstudaga og á sunnudögum kl. 12.

Engir tónleikar verða í kirkjunni um tíma en klukkuspil Hallgrímskirkju er ekki bundið af fjöldatakmörkunum. Klukkuspilið syngur sálma og söngva þjóðarinnar komandi daga og af enn meiri þrótti en venjulega.