Orgel & trompet tónleikar fimmtudaginn 21. juní: Baldvin Oddsson trompetleikari og Steinar Logi Helgason organisti

19. júní 2018
21. júní kl. 12.00: Baldvin Oddsson trompet & Steinar Logi Helgason orgel

Fimmtudaginn 21. júní kl. 12 er svo komið að tveimur íslenskum ungstirnum, þeim Baldvini Oddssyni trompetleikara og Steinari Loga Helgasyni organista Háteigskirkju en þetta eru einu tónleikar sumarsins með trompeteinleik. Á efnisskránni verða hátíðleg verk eftir Bach, Purcell, Martini, verkið Hallgrímskirkja (2016) eftir Þráin Þórhallsson ásamt hinni sígildu Tokkötu Jóns Nordals. Miðaverð 2.000 kr.

 

Efnisskrá: 


Giovanni Battista Martini  1706?1784 Tokkata fyrir trompet og orgel

Umr. / Trans.: Marie-Claire Alain 

 Johann Sebastian Bach  1685?1750 Air í D-dúr úr hljómsveitarsvítu nr. 3 BWV 1068

 Þráinn Þórhallsson  *1980 Hallgrímskirkja, 2016 

 Henry Purcell  1659?1795 Sónata í D-dúr, Z. 850 Umr. / Trans: Armando Chitalla allegro – adagio - allegro

 Jón Nordal  *1926 Tokkata

 



Baldvin Oddsson stundaði nám á Íslandi og í Bandaríkjunum, m.a. hjá trompetvirtúósnum Stephen Burns í Chicago og útskrifaðist frá Manhattan School of Music í NY í desember 2016. Þegar Baldvin vann keppni ungra einleikara hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2015 lék hann einleik með hljómsveitinni og hefur síðan þá leikið margoft með trompetdeild hennar. 



 


 

 

 

Steinar Logi Helgason (1990) stundaði framhaldsnám í kirkjutónlist við Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn þar sem Hans Davidsson var aðalkennari hans. Steinar Logi hefur stjórnað fjölda kóra og starfað sem organisti, píanisti og stjórnandi á mörgum vígstöðum en hann starfar nú sem organisti Háteigskirkju.