Orgel matineé laugardaginn 3. október kl. 12 í Hallgrímskirkju

Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju leikur á Klais-orgel kirkjunnar. Á efnisskrá eru verkin Praeludium et fuga, D-dúr BWV 532 og Adante úr Tríósónötu nr. IV í e-moll BWV 528/II eftir Johann Sebastian Bach. Einnig flytur hann eftirfarandi verk eftir Felix Mendelssohn Bartholdy: Sónata nr. V í A-dúr, op. 65, Adante, Adante con moto og Allegro maestoso. Sr. Sigurður Árni Þórðarson flytur íhugun og stýrir bænagerð í upphafi orgel matinée