Orgelsumar - Kjartan Jósefsson Ognibene

Kjartan Jósefsson Ognibene kemur fram á hádegistónleikum Orgelsumarsins næsta laugardag, 7. ágúst. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og standa í um 30 mínútur. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega vegna nýrra sóttvarnarreglna en skrá þarf gesti í sæti fyrir tónleikana og getur það tekið nokkrar mínútur.

Hægt er að kaupa miða við innganginn og á tix.is

Miðaverð er 2000 krónur en börn undir 16 ára aldri fá ókeypis.
Kjartan Jósefsson Ognibene stundar tónlistarnám við Konunglega danska Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn (DKDM) og hefur nýlokið Bachelorgráðu í orgel- og kirkjutónlist. Í haust mun hann hefja framhaldsnám við háskólann og stefnir á að ljúka meistaragráðu í orgel- og kirkjutónlist vorið 2023. Hann byrjaði í píanónámi 6 ára að aldri og lauk framhaldsprófi árið 2012 undir handleiðslu Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur. Haustið 2015 hóf hann nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar á kirkjuorganistabraut undir leiðsögn Björns Steinars Sólbergssonar, Jónasar Þóris Þórssonar og Eyþórs Inga Jónssonar. Hann lauk Kirkjuorganistaprófi vorið 2017 og hóf nám um haustið í DKDM. Í Kaupmannahöfn hefur hann hlotið leiðsögn í orgelleik og spuna frá Hans Fagius, Monica Melcova, Yuzuru Hiranaka og Mads Høck.Efnisskrá:


J.S. Bach (1685 - 1750)
- Fantasía og fúga í g-moll, BWV 542


Rued Langgaard 1893 - 1952)
- Prelúdía í E-dúr


Léon Boëllmann (1862 - 1897)
- Gotneska svítan, Op. 25