Orgeltónleikar - Arno Hartmann

07. júlí 2017

ARNO HARTMANN


frá Bochum, Þýskalandi


Laugardaginn 8. júlí kl. 12
Tónlist eftir: N. Gade, S. Barber (Adagio), J.S. Bach (Toccata/Fuge D-minor)

Sunnudagurinn 9. júlí kl. 17
Tónlist eftir: J. S. Bach, P. Vasks, L. Vierne, C. Franck

Þýski organistinn og stjórnandinn Arno Hartmann hóf tónlistarnám sitt í heimaborginni Duisburg og hélt svo áfram í Düsseldorf. Framhaldsnám stundaði hann í Vínarborg m.a. hjá Martin Haselböck og Michael Radulescu. Þá tók hann þátt í meistaranámskeiðum m.a. hjá Daniel Roth og Zubin Mehta. Árin 1989?1994 starfaði hann sem organisti og kantor við lúthersku kirkjuna í Vín en frá 2003 hefur hann verið tónlistarstjóri kirkjunnar á Bocum-svæðinu og þar með stjórnandi Stadtkantorei Bochum. Arno Hartmann er vinsæll orgelleikari og hann hefur komið fram á tónleikum víða í Þýskalandi og í Evrópu og fyrsta ferð hans til Bandaríkjanna var árið 2001. Sem stjórnandi hefur hann m.a. unnið með Sinfóníuhljómsveit Göttingen, Kammersveit Vínarborgar og Konsertkór Vínar. Þá hefur Arno Hartmann oft komið fram á vegum Austurríska sjónvarpsins ORF, RAI á Ítalíu og TV3 í Frakklandi auk þess að taka þátt í útgáfu geisladiska á vegum Hljómsveitar upplýsingarinnar, Concilium Musicum Wien og Camerata & Capella Lutherana Wien.