Orgeltónleikar Elísabetar Þórðardóttur fimmtudaginn 28. júní kl. 12

26. júní 2018

Fimmtudaginn 28. júní kl. 12 leikur organisti Kálfatjarnarkirkju, Elísabet Þórðardóttir, sem nýlokið hefur einleikaraáfanga frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar á Klaisorgel Hallgrímskirku. Á efnisskránni er hin dásamlega 5. orgelsónata Mendelssohns, hið þekkta Andante cantabile eftir Widor auk verka eftir Gigout og Vierne (Carillon de Westminister).


Miðaverð er kr. 2.000.



Elísabet Þórðardóttir lauk burtfararprófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum árið 2001 og voru kennarar hennar þar Ragnar Björnsson og Rögnvaldur Sigurjónsson. Árin 2001–2004 lagði hún stund á framhaldsnám í píanóleik við Musikhochschule Luzern í Sviss. Elísabet hóf nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 2012 og lauk þaðan kantorsprófi í maí 2017 og einleikaraáfanga vorið 2018 undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Hún hefur starfað sem píanókennari og undirleikari við  Tónlistarskóla Hafnarfjarðar síðan 2006, verið organisti Kálfatjarnarkirkju frá 2012 og meðfram því organisti í hlutastarfi við Laugarneskirkju frá 2017.