Orgeltónleikar - Ágúst Ingi Ágústsson

11. júlí 2017

ÁGÚST INGI ÁGÚSTSSON


Horsens, Danmörk / Ísland


Fimmtudaginn 13. júlí kl. 12


Tónlist eftir: M. Duruflé og J. Alain


Ágúst Ingi Ágústsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lauk kantorsprófi og 8. stigi í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 1998. Veturinn 2000?2001 sótti hann tíma í orgelleik hjá prófessor Hans-Ola Ericsson í Piteå í Svíþjóð. Vorið 2008 lauk Ágúst einleiksáfanga frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn undir handleiðslu Harðar Áskelssonar en að auki naut Ágúst leiðsagnar Eyþórs Inga Jónssonar og Björns Steinars Sólbergssonar. Ágúst hefur enn fremur sótt meistaranámskeið í orgelleik hjá þekktum organistum á borð við Mattias Wager og Christopher Herrick. Ágúst starfaði sem organisti við St. Jósefskirkju í Hafnarfirði 1993–2000 og veturinn 1999-2000 starfaði hann sem aðstoðarorganisti við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika á Íslandi og í Danmörku. Haustið 1998 hóf Ágúst nám við Læknadeild Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2004. Hann hefur stundað læknisstörf síðan og starfar nú sem yfirlæknir við sjúkrahúsið í Horsens í Danmörku.

Upplýingar um Alþjóðlega Orgelsumarið í Hallgrímskirkju HÉR.