Orgeltónleikar laugardaginn 30. júní kl. 12:00 Irena Ch?ibková, organisti Basilíku Heilags Jakobs í Prag

28. júní 2018
 Irena Ch?ibková, organisti Basilíku Heilags Jakobs í Prag

Laugardaginn 30. júní kl. 12 er komið að fyrstu alþjóðlegu orgelstjörnu sumarsins, Irenu Ch?ibková frá Tékklandi, sem er aðalorganisti við hina frægu Basilíku Heilags Jakobs í miðborg Prag. Irena mun leika verk eftir Bernando Storace, Jean-Marie Plum, Konsert í h-moll eftir Walther og Marche religieuse eftir Guilmant sem byggist á einum af þekktu kórköflunum í óratóríunni Messías eftir Handel. Miðaverð kr. 2.000.

Efnisskrá:

Bernardo Storace 1637?1707 Ballo della battaglia

Johann Gottfried Walther 1684?1748 Konsert í h-moll

Umr./Trans.: Joseph Meck 1690?1758 Allegro – Adagio – Allegro

Jean-Marie Plum 1899?1944 Theme varié

Alexandre Guilmant 1837?1911 Marche religieuse

við stefið / to the theme Lift Up Your Heads

úr / from Messías eftir / by G.F. Händel

Irena Ch?ibková er aðalorganisti Basilíku Heilags Jakobs í miðborg Prag. Þar hefur hún lagt grunninn að mörgum kirkjutónleikaröðum, m.a. Alþjóðlegri orgelhátíð heilags Jakobs sem er talin með fremstu tónlistarhátíðum í Evrópu. Þá eru sunnudagstónleikar hennar „Hálftíma orgeltónlist í basilíkunni“ mjög vinsælir.

Irena Ch?ibková stundaði nám við Krom??íž Tónlistarskólann hjá K. Pokora, við Listaakademíuna í Prag hjá próf. M. Šlechta og í París hjá Susan Landale. Góð frammistaða í alþjóðlegum orgelkeppnum lagði grunninn að vinsældum hennar sem konsertorganista og hún hefur komið fram víða um heim auk þess að vinna með leiðandi tónlistarmönnum, kórum og hljómsveitum.

Tónverkaskrá Irenu nær frá barokktímabilinu til nútímans með sérstaka áherslu á franska orgeltónlist, verk J. S. Bachs og tékkneska tónlist, m.a. eftir fyrirrennara sína við orgelið í basilíkunni. Hún er einnig virtur kennari í orgelleik í heimalandi sínu.