Orgeltónleikar - Lára Bryndís Eggertsdóttir

18. ágúst 2017

LÁRA BRYNDÍS EGGERTSDÓTTIR


ORGANISTI VIÐ SØNDERBRO KIRKJU Í HORSENS, DANMÖRKU


LEIKUR TÓNLIST EFTIR GADE, PÁL ÍSÓLFSSON, GRIEG, MENDELSSOHN OG WIDOR




Þá er komið að síðustu orgeltónleikum sumarsins. Lára Bryndís Eggertsdóttir byrjaði ung að læra á píanó, og þegar hún var 14 ára gömul tók hún fyrstu skrefin sem afleysingaorganisti í Langholtskirkju. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn vorið 2002 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar. Frá 2008 hefur Lára Bryndís verið búsett í Danmörku og lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólann í Árósum vorið 2014. Aðalkennarar hennar þar voru Ulrik Spang-Hanssen og Lars Colding Wolf. Hún starfar nú sem organisti við Sønderbro kirkju í Horsens og semballeikari hjá barokksveitinni BaroqueAros í Árósum.

Sunnudags tónleikar – 60 mín: 2500 ISK

Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar.

Upplýsingar um Alþjóðlega Orgelsumarið í Hallgrímskirkju HÉR.