Orgeltónleikar: Lára Bryndís Eggertsdóttir. Fimmtudaginn 19. julí kl:12:00 - 12:30

18. júlí 2018
Orgeltónleikar: Lára Bryndís Eggertsdóttir. Fimmtudaginn 19. júlí kl. 12:00 -12:30

Organ concert Thursday July 26 @ Noon

Fimmtudaginn 19. júlí klukkan 12 áttu að vera tónleikar sópransöngkonunnar Þórunnar E. Pétursdóttur og organistans Lenku Mátéóvu, eins og auglýst hafði verið. Þeir falla því miður niður vegna veikinda. Í skarðið hleypur einn af bestu organistum okkar af ungu kynslóðinni, Lára Bryndís Eggertsdóttir, og leikur nýleg verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Þóru Marteinsdóttur og Gísla Jóhann Grétarsson.

Tónlist eftir / music by: G. Pierné, B. Sametana (Moldau)

Miðaverð: 2000 kr.

Tickets : 2000 kr.

Efnisskrá:

Hildigunnur Rúnarsdóttir *1964 Konan og drekinn

Þóra Marteinsdóttir *1978 Ég kallaði á Drottin

Gísli Jóhann Grétarsson *1983 Máttarverk Guðs

Lára Bryndís Eggertsdóttir byrjaði ung að læra á píanó og þegar hún var 14 ára gömul tók hún fyrstu skrefin sem afleysingarorganisti í langholtskirkju. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn vorið 2002 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar. Lára Bryndís er nýflutt aftur heim til Íslands eftir 10 ára búsetu í danmörku þar sem hún lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árósum vorið 2014. Aðalkennarar hennar þar voru Ulrik Spang-hanssen og Lars Colding Wolf. Undanfarin ár hefur hún starfað sem organisti við Sönderbro kirkju í Horsens og semballeikari hjá barokksveitinni BaroqueAros í Ásrósum.