Orgeltónleikar Tómasar Guðna

27. júlí 2020

Á orgeltóleikunum 30. júlí leikur Tómas Guðni Eggertsson á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 12,30 og aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir fullorðna, ókeypis fyrir félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju og börn yngri en 16 ára. Hádegisbænir eru á undan tónleikunum kl. 12-12,15.


Og hvað verður svo spilað á tónleikunum? Í viðtali við við Tómas Guðna á kirkjan.is:

„Ég ætla að spila tokkötu og fúgu í d-moll eftir Jóhannes Sebastian Bach ... og svo útfararlag eftir Albinoni, adagio, í heild sinni, það eru um níu mínútur.“ Hann segir það vera kunnugt útfararlag en aldrei spilað allt. „Svo verð ég með einn sálmforleik eftir Bach sem er tileinkaður föstudeginum langa en ég held mikið upp á hann. Og í lokin verk sem er tengt uppstigningardegi eftir Olivier Messiaen, leik þriðja kaflann.“

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Íslenskt orgelsumar og í umsjón Listvinafélags Hallgrímskirkju. Myndin af Tómasi Guðna var tekin á kirkjulistahátíð. Tómas Guðni Eggertsson er organisti Seljakirkju.

SÁÞ