Orgelveisla á tónleikum Irenu Ch?ibková sunnudaginn 1. júlí kl. 17

28. júní 2018
Irena Ch?ibková leikur á seinni tónleikum sínum á Alþjóðlegu orgelsumri Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. júlí kl. 17 með klukkutíma orgelveislu. Þá munu hljóma verk eftir Balbastre, Mac-Master, Josef Suk, Petr Eben auk Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach og Fantasíu um sinfóníska ljóðið Vyšehrad (Hái kastali) eftir Josef Kli?ka, en verkið byggir á samnefndum kafla úr Föðurlandi mínu eftir Smetana.

Miðaverð kr. 2.500.



Irena Ch?ibková er aðalorganisti Basilíku Heilags Jakobs í miðborg Prag. Þar hefur hún lagt grunninn að mörgum kirkjutónleikaröðum, m.a. Alþjóðlegri orgelhátíð heilags Jakobs sem er talin með fremstu tónlistarhátíðum í Evrópu. Þá eru sunnudagstónleikar hennar „Hálftíma orgeltónlist í basilíkunni“ mjög vinsælir.

Irena Ch?ibková stundaði nám við Krom??íž Tónlistarskólann hjá K. Pokora, við Listaakademíuna í Prag hjá próf. M. Šlechta og í París hjá Susan Landale. Góð frammistaða í alþjóðlegum orgelkeppnum lagði grunninn að vinsældum hennar sem konsertorganista og hún hefur komið fram víða um heim auk þess að vinna með leiðandi tónlistarmönnum, kórum og hljómsveitum.

Tónverkaskrá Irenu nær frá barokktímabilinu til nútímans með sérstaka áherslu á franska orgeltónlist, verk J. S. Bachs og tékkneska tónlist, m.a. eftir fyrirrennara sína við orgelið í basilíkunni. Hún er einnig virtur kennari í orgelleik í heimalandi sínu.