Öskudagur / Ash Wednesday in Hallgrímskirkja

13. febrúar

Öskudagur - 14. febrúar 2024

Öskudagsmessa  kl. 10 .
- Undirbúningur fyrir páskana. Í messu á öskudag í Hallgrímskirkju er altarisganga og fá þau sem fara í altaristgönguna að vera signd öskukrossi á enni sem er í samræmi við forna kristna hefð. Sr. Kristján Valur Ingólfsson sér um helgihaldið. Hefjum föstuna í Hallgrímskirkju 

Foreldramorgnar í kórkjallarnum kl. 10-12. - Búningaþema fyrir foreldra, krútt og kríli. Ragnheiður Bjarnadóttir og Olga Helgadóttir sjá um stundina.
--
Öskudagurinn markar upphaf lönguföstu sem er tímabil kirkjuársins og varir í 40 daga að kyrruviku. 

Öskudagur markar upphaf föstutímans í kristinni trú. Fastan byrjar 46 dögum fyrir páska. Sögulega séð var fastan tími þegar nýkristnir menn undirbjuggu sig
undir skírn á páskadag. Í dag er fastan sá tími þegar kristnir búa sig undir páskana og er boðið til dýpri trúar, sterkara samfélags og nánari tengsla við Guð.
Þessi undirbúningur gerist með áherslu á nokkrar grundvallar trúarvenjur: tilbeiðslu, bæn, örlæti, sjálfsafneitun og þjónustu við aðra.
Fastan er tími til að breyta lífi þínu, til að snúa hlutunum við, til að komast aftur á rétta braut – það sem við köllum stundum, í trúarlegu tilliti, „iðrun“. Fastan stendur yfir í 40 daga (sunnudagar eru ekki taldir með); sem minnir okkur á flóðregnið á tímum Nóa (1. Mósebók 7:17-19), Ísraela á reiki um eyðimörkinni (4. Mósebók 32:13) og á freistingu Jesú í eyðimörkinni (Mark. 1:12-13).

Askan á öskudaginn minnir okkur á jarðlíf okkar. Guð skapaði mannkynið úr dufti jarðar og það er til moldar sem við munum öll snúa aftur. „Af moldu eru komin, að moldu munt þú aftur verða,“ er okkur sagt. Tími okkar á þessari jörð er stuttur – lifum við því lífi sem Guð hefur kallað okkur til? Erum við tilbúin að gera grein fyrir því hvernig við höfum eytt dögum okkar?

Öskudagur er ekki fjörleg hátíð. Fastan og öskudagurinn g etur orðið upphafið að breyttu lífi; sterkara samfélagi í trú og kærleika og nánara sambandi við Guð.
Ert þú reiðubúinn?

Hallgrímskirkja - Þinn staður á föstunni!

--ENGLISH--

Ash Wednesday - February 14, 2024

Morning Mass on Ash Wednesday at 10hrs - Preparation for Easter. During communion visitors will be given a cross of ashes on their forehead, in accordance with ancient Christian tradition. Rev. Kristján Valur Ingólfsson is in charge of the ceremony. Let's start Lent in Hallgrímskirkja!

Parents' mornings in the choir basement from 10-12hrs. Costume theme for parents and cuties with Ragnheiður Bjarnadóttir and Olga Helgadóttir.
--
Ash Wednesday marks the beginning of the Christian season known as Lent. Every year it falls 46 days before Easter. Historically, Lent was a time when new Christians prepared themselves for baptism on Easter Sunday. Today, Lent more often is a time when Christians prepare themselves for Easter and are invited to deeper faith, stronger community, and a closer connection to God. This preparation happens through an emphasis on a few basic faith practices: worship, prayer, generosity, self-denial, and service to others. Lent is season for changing your life, for turning things around, for getting back on the right path – what we sometimes call, in church-speak, “repentance.” It lasts for 40 days (not counting Sundays); reminding us of the flooding rains of Noah’s time (Genesis 7:17-19), Israel wandering in the wilderness (Numbers 32:13), and of Jesus’ temptation in the desert (Mark 1:12-13).

The ashes of Ash Wednesday remind us of our mortality. God created humankind from the dust of the earth, and it is to dust that we shall all return. “Remember you dust, and to dust you shall return” we are told. Our time on this earth is short – are we living the life to which God has called us? Are we prepared to give an account for how we have spent our days?

Ash Wednesday isn’t a cheerful celebration. But if we take it seriously, Ash Wednesday can be the beginning of a changed life. Are you ready for deeper faith, stronger community, and a closer relationship with God?