Les Passíusálmana í síðasta sinn!

Sigurður Skúlason
Sigurður Skúlason

Sigurður Skúlason flytur Passíusálmana í Hallgrímskirkju föstudaginn langa, 15. apríl, 2022. Sigurður hefur oft lesið Passíusálmana, m.a. í Grafarvogskirkju, Kópavogskirkju, Guðríðarkirkju og Hallgrímskirkju í Saurbæ. Hann er því handgenginn sálmunum og hefur mótaðar skoðanir á túlkun og lestrarháttum. Sigurður les Passíusálmana í síðasta sinn í ár, 2022. Oftast hefur hópur lesara flutt sálmana í Hallgrímskirkju. En Sigurður mun einn lesa passíusálmana sem er þrekvirki. Hann hefur ákveðið að þetta 12 skipti sem hann les alla sálmana opinberlega verði síðasta skiptið.

Sigurður hefur starfað sem leikari, stundað ritstörf og starfað við kennslu. Hann hefur leikið í leikhúsi, útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum.

Lestur passíusálma er árlegur viðburður í Hallgrímskirkju og lestur Sigurðar í ár er stórviðburður. sáþ