Passíusálmalestur á Föstudeginum langa kl. 13 - 18Í ár er það breiður hópur rithöfunda, sem flytur sálmana, en rithöfundarnir lesa allir úr hinni nýju vönduðu útgáfu sálmanna sem Mörður Árnason hafði umsjón með og gefin var út fyrir 2 árum hjá Crymogea.

Eftirtaldir rithöfundar lesa: Anton Helgi Jónsson, Arngunnur Árnadóttir, Ármann Jakobsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Einar Kárason, Kristín Ómarsdóttir, Kristín Steinsdóttir,
Oddný Eir Ævarsdóttir, Sölvi Björn Sigurðsson og Sveinn Yngvi Egilsson.
Björn Steinar Sólbergsson, nemendur Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands leika á Klais orgel kirkjunnar eftir 5. hvern sálm.
Umsjón með lestrinum hafa Sveinn Yngvi Egilsson og Ævar Kjartansson.

Ókeypis aðgangur og öllum velkomið að koma og fara að vild yfir daginn. Gott er að taka sína eigin Passíusálma með til að fylgjast með lestrinum.