Páskar í Hallgrímskirkju

Páskadagur 27. mars 

8.00 Hátíðarguðsþjónusta. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni og messuþjónum. Páskatónlist, m.a. páskahelgileikur úr Hólabók frá 1589 fluttur af Mótettukór Hallgrímskirkju og einsöngvurum úr röðum kórfélaga. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

11.00 Hátíðarmessa. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og messuþjónum. Páskatónlist. Mótettukór Hallgrímskirkju og stjórnandi Hörður Áskelsson. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

Kl. 14.00 Ensk messa. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

 

Annar í páskum 28. mars: 

Kl. 11.00 Hátíðarmessa og ferming. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og Ingu Harðardóttur, æskulýðsfulltrúa. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða messusönginn. Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson.

Verið velkomin í hlið himins.