Árdegisguðsþjónustur hefjast að nýju

Miðvikudaginn 2. júní  kl. 10.30  hefjast að nýju eftir sóttvarnahlé árdegisguðsþjónustur í Hallgrímskirkju.
Athugið breytta tímasetningu !
Sungið, beðið og hlýtt á stutta hugleiðingu í góðu samfélagi. Prestar og messuþjónar þjóna.
Morgunmatur og kaffi eftir messu.  Verið hjartanlega velkomin.