Árdegismessa á sama tíma en á öðrum stað!


Næstkomandi miðvikudag, 1. júní mun miðvikudagssöfnuðurinn færa sig úr stað og leggja í smá ferðalag. Ferðinni er heitið í Mosfellskirkju þar sem sr. Birgir Ásgeirsson vinur okkar og fyrrverandi prestur í Hallgrímskirkju mun taka vel á móti okkur. Mæting í Hallgrímskirkju er kl. 8 og lagt af stað á einkabílum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar í messunni ásamt messuþjónum og sr. Birgi. Að sjálfsögðu er morgunmatur og kaffi eftirá.

Verið hjartanlega velkomin.