Árdegismessa - öskudagsmessa

12. febrúar 2018


Á miðvikudagsmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Miðvikudaginn 14. febrúar kl. 8, verður haldin sérstök öskudagsmessa í umsjón vígslubiskupsins í Skálholti, sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar.

Eftir messu er morgunverður og kaffi. Þess verður minnst að 15 ár eru liðin frá því að árdegismessur hófust í Hallgrímskirkju.