Árdegissöfnuðurinn leggur land undir fót!Á morgun, miðvikudaginn 17. maí verður farið í hópferð til Skálholts. Mæting er kl. 8 í Hallgrímskirkju og farið verður saman á einkabílum. Þegar til Skálholts er komið verður messa kl. 9.30 í Skálholtsdómkirkju sem sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup leiðir. Eftir messu verður matur og hressing. Áætlað er að leggja af stað tilbaka í bæinn eftir hádegi.

Allir eru velkomnir.