Þriðjudagsfundur um vatnið í Biblíunni kl. 12.05

21. september 2020

Biblían er blautHádegisfundur þriðjudaginn 22. september kl. 12.05. Sr. Sigurður Árni Þórðarson fjallar um vatnið í veröldinni.

Vatn flæðir um kafla Biblíunnar og áin Jórdan er stórtákn. Hún afmarkaði hinn biblíulega heim. Þau sem fóru yfir ána fóru úr einum tíma í annan. Jórdan tengist lykilviðburðum Biblíunnar. Jesús fór að Jórdan til að hefja starf sitt og þar með breyttist heimurinn. Jórdan var ekki aðeins jarðnesk heldur himnesk líka. Hún rann ekki aðeins til Dauðahafsins heldur rann hún um menningu heimsins um aldir. Hún var bæði vettvangur mikilla viðburða en líka táknfljót í kristinni menningu heimsins.


 Eftir samveruna verður boðið upp á vatn, kaffi, te og kleinur í Suðursalnum.


Verið hjartanlega velkomin