Rán og Saga skoða skírnarfontinn

05. september 2018
Þær tvíburasystur Rán og Saga hafa átt heima í Svíþjóð frá því þær fæddust. En foreldrarnir eru íslenskir og þegar fjölskyldan kom til Íslands jólin 2015 voru þær skírðar sunnudaginn 27. desember. Það var eftirminnilegt og dásamlegt og söfnuðurinn fagnaði. Svo komu þær fyrir skömmu í heimsókn til ömmu sinnar, sem býr í nágrenni Hallgrímskirkju. Og hún kom með þeim í skoðunarferð og að sjálfsögðu fengu þær að skoða skírnarfontinn sem Leifur Breiðfjörð gerði. Takk fyrir komuna Rán, Saga og Steinunn. Og í næstu heimsókn býð ég veitingar og ferð í turninn.