Enn streymir ferðafólk í kirkjuna og það er nóg að gera. Um helgina hófst tónleikaröðin Haust í Hallgrímskirkju með yndislega fallegum tónleikum Erlu Rut Káradóttur organista og Guju Sandholt mezzosópran. Þá hófst safnaðarstarfið og barnastarf í Hallgrímskirkju í dag.
Hér að neðan má finna almenna dagskrá safnaðarstarfsins í kirkjunni haustið 2025
Messa - Alla sunnudaga kl. 11.00
Sunnudagaskóli - Alla sunnudaga kl. 11.00
Ensk messa - Síðasta sunnudag í mánuði kl. 14.00
Bænastund - Alla mánudaga kl. 12.00 – 12.15
Morgunmessa - Alla miðvikudaga kl. 10.00 - 10.30
Foreldaramorgnar - Alla miðvikudaga kl. 10.00-12.00 (gengið inn að aftanverðu).
Kyrrðarstund með tónlist og stuttri íhugun - Alla fimmtudaga kl. 12.00 – 12.30
Ókeypis aðgangur og létt hádegishressing í boði.
Kvöldkirkja - Síðasta fimmtudag í mánuði kl. 20.00-22.00. Tónlist, kyrrð og lestur.
Handavinna - Alla laugardaga frá klukkan 10-12 í Suðursal. Alltaf heitt á könnunni.
SÉRSTAKIR VIÐBURÐIR OG DAGSETNINGAR Í HAUST
Sunnudagaskólinn hófst í dag sunnudaginn 4. september kl. 11
Fræðsluerindi verður í hádeginu á þriðjudaga frá 7. október – 4. nóvember (7.10 · 14.10 · 21.10 · 28.10 · 04.11)
Stutt erindi um málefni sem ofarlega eru á baugi í kirkju og samfélagi.
Hátíðarmessa á vígsludegi Hallgrímskirkju
Sunnudagur 26. október – í tilefni af Hallgrímsdegi, 27. október
Málþing Guðfræðistofnunar
Um játningar – í samstarfi við Hallgrímskirkju og Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Föstudagur 14. nóvember
Fjölskylduguðsþjónusta
Sunnudagur 19. október kl. 11:00
Family Service
Sunday, October 19 at 11:00
Fermingarfræðsla
Hefst formlega sunnudaginn 14. september með messu í Hallgrímskirkju kl. 11 og kynningarfundi fyrir börn og foreldra í kjölfar messunnar.
Helgihald á Droplaugarstöðum
Fyrsti fimmtudagur hvers mánaðar yfir vetrartímann kl. 14:00
Einnig var stofnaður nýr Barnakór Hallgrímskirkju í haust og var fyrsta æfingin sl. miðvikudag. Í hópnum eru 24 börn frá fyrstu æfingu en kórinn er ætlaður börnum í 3.-5. bekk sem elska að syngja, læra ný lög og taka þátt í lifandi kirkjulífi. Æfingar fara fram einu sinni í viku undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur, sem leiðir hópinn með gleði, hlýju og fagmennsku. Við getum ennþá bætt við okkur ungum röddum. Skráning verður opin út október á abler.io
Hallgrímskirkja er opin alla daga frá kl. 10.00-17.00 (turninn lokar kl. 16.45).
Nánari upplýsingar á hallgrimskirkja.is
HALLGRÍMSKIRKJA - ÞINN STAÐUR