Samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju í gær

13. nóvember 2023

Í gær, sunnudaginn 12. nóvember var haldin falleg samverustund í Hallgrímskirkju fyrir Grindvíkinga sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín.

Sr. Elínborg Gísladóttir leiddi stundina, Kristján Hrannar organisti sá um tónlistina og meðlimir úr Kór Grindavíkurkirkju leiddu almennan söng. Biskup Íslands, Agnes M Sigurðardóttir ávarparpaði okkur. Fannar Jónasson og forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson sögðu einnig nokkur orð sem gáfu bæjarbúm styrk og von á þessum óvissudögum. Meðfylgjandi myndir tók Grétar Einarsson kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju.

Hallgrímskirkja - Þinn staður!