Síðasta kyrrðarstundin í vor!

Sr. Birgir Ásgeirsson flytur íhugun dagsins og Hörður Áskelsson leikur á orgelið á síðustu kyrrðarstund vorsins sem hefst kl. 12, fimmtudaginn 18. maí. Stundirnar taka svo aftur upp þráðinn í september. Eftir stundina mun Unnur súpugerðarsnillingur framreiða dýrindis súpu og brauð á vægu verði í suðursalnum.

Verið hjartanlega velkomin.