Seinustu orgeltónleikarnir á Alþjóðlegu orgelsumari

17. ágúst 2016


Fimmtudaginn 18. ágúst kl. 12

Kári Allansson, organisti við Háteigskirkju í Reykjavík er síðastur í röð íslenskra organista,  sem leika á fimmtudagstónleikaröð Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í sumar.  Kári hefur oft komið fram og leikið á  stóra Klais orgelið í kirkjunni og er það mikið tilhlökkunarefni að heyra hann nú leika mjög skemmtilega og fjölbreytta efnisskrá með Tokkötu og fúgu í d-moll eftir J.S. Bach, Adagio eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og tilbrigði um sálm eftir Susanne Kugelmeier. Tónleikarnir hefjst kl. 12 og standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. Miðasala er við innganginn 1 klst fyrir tónleikana. Miðaverð er 2000 kr.

150924_james_mcvinnie_image_-magnus_andersen_web

Laugardagurinn 20. ágúst kl. 12

Lokahnikkurinn á Alþjóðlegu orgelsumri 2016 er með tvennum tónleikum með konsertorganistanum James McVinnie frá Englandi. Hinn fjölhæfi James McVinnie er vel þekktur bæði sem einleikari og fyrir áhuga sinn á nýsköpun í tónlist. Hann gegndi stöðu aðstoðarorganista við Westminster Abbey 2008-2011 þar sem hann stjórnaði meðal annars hinum heimsfræga kór kirkjunnar og tók þátt í tónlistarflutningi við brúðkaup Vilhjálms prins og Katrínar árið 2011. Áður gegndi hann svipaðri stöðu við Dómkirkjur heilags Páls og Albans og við Clare College í Cambridge. Á báðum tónleikunum mun James leika djarflega blöndu af tónlist frá endurreisnartímanum, Bach, Stravinski, Vaughn Williams og nýtt verk sem Nico Muhli skrifaði fyrir hann. Miðasala á tónleikana er inn á midi.is og við innganginn 1 klst fyrir tónleika. Miðaverð er 2000 kr.

Sunnudagurinn 21. ágúst kl. 17

Orgeltónleikar með konsertorganistanum James McVinnie frá Englandi. Miðasala er inn á midi.is og við innganginn 1 klst fyrir tónleikana. Miðaverð er 2500 kr.