Siðbótartesur og siðbreytingarsúpa

29. október 2019


Tesur Marteins Lúthers eru klassík og breyttu sögu heimsins. Fyrir tveimur árum voru 500 ár frá því að Lúther negldi blað með boðskap sínum á hurðaspjöld kirkjunnar í Wittenberg. 31. október er síðan kenndur við bót eða breytingu og hefur verið kallaður siðbótardagur á Íslandi. Á afmælinu 2017 lásu prestar Hallgrímskirkju upphátt þessar 95 tesur Lúthers. Það var raunar í fyrsta sinn sem allar greinarnar voru lesnar í heyranda hljóði í íslenskri kirkju. Á 502 ára afmælinu 2019 munu prestar kirkjunnar lesa allar greinarnar að nýju. Athöfnin verður í kirkjunni og hefst kl. 11,30. Eftir lesturinn verður kyrrðarstund með orgelleik og íhugun. Svo verður kjarnmikil siðbreytingarsúpa framreidd í Suðursal kirkjunnar. Allir velkomnir 31. október 2019 kl. 11,30-12,45.