Sigríður Hjálmarsdóttir nýr framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju

12. júní 2018
 


Sigríður Hjálmarsdóttir nýr framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju

Mannaskipti hafa orðið í Hallgrímskirkju. Jónanna Björnsdóttir hefur látið af störfum framkvæmdastjóra kirkjunnar eftir fjórtán ára starf. Sigríður Hjálmarsdóttir tók við starfi hennar 1. júní. Sigríður hefur verið menningar- og markaðsfulltrúi hjá Grundarfjarðarbæ, starfað sem ráðgjafi hjá KOM almannatengslum og verið stundakennari við HÍ. Þá hefur hún verið blaðamaður og starfað við æskulýðsmál, knattspyrnuþjálfun og löggæslu. Sigríður er með BA próf í guðfræði og MS próf í mannauðsstjórnun.

Sóknarnefnd og starfsfólk Hallgrímskirkju býður Sigríði velkomna til starfa og þakkar Jónönnu Björnsdóttur fyrir frábær störf í þágu kirkjunnar frá árinu 2004.