Sigurjón Árni Eyjólfsson: Augljóst en hulið

04. nóvember 2021
Fréttir
Mynd sáþ

Kirkjur setja sterkan svip á borgir og bæi og fegurð þeirra hrífur marga. Hvernig á að skilja og túlka kirkjuhúsin og merkingu þeirra? Af hverju er skírnarfontur og prédikunarstóll nærri altarinu? Hvaða hlutverki gegnir kórinn? Kirkjur er eins og texti sem þarf að lesa, skilja, skýra og túlka.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, fjallar um táknfræði kirkjuhúsa og gengur um Hallgrímskirkju, bendir á hin kirkjulegu tákn og túlkar þau. Kynningarleiðangur Sigurjóns Árna verður í og við Hallgrímskirkju, sunnudaginn 7. nóvember kl. 12,30 þ.e. eftir messu. Fyrirlestrarreisan hefst á Hallgrímstorgi og síðan verður haldið inn í kirkju og farið um kirkjuskipið og trúartáknin sýnd og túlkuð.