Skráningar í fermingarfræðslu í Hallgrímskirkju standa yfir

23. ágúst 2022
Fréttir

Veturinn fyrir fermingu er spennandi tími í lífi unglinganna og fjölskyldna þeirra. Á mikilvægum mótunartíma býður kirkjan til samtals um trú, lífsskoðanir og hamingju. Fermingarfræðslan er opin öllum ungmennum í áttunda bekk grunnskóla. Í fræðslunni er lögð áhersla á fjölbreytilega og skemmtilega kristnifræðslu með samtölum, leik, og upplifun. Lögð er áhersla á vináttu, virðingu og víðsýni í fræðslunni. Ungmenninn taka þátt í nokkrum fjölskylduguðsþjónustum. Kennt verður um grundvallaratriði kristinnar trúar og íslenskan menningararf.

Farin er ævintýraferð í Vatnaskóg 9.-11. sept. Ferðin í Vatnaskóg er fyrir öll fermingarbörn.

Hallgríms- og Neskirkja verða með sameiginlega fermingarfræðslu. Fræðslan verður á nokkrum laugardögum í vetur og yfir veturinn eru svo reglulegir viðburðir með börnum og foreldrum.

Verð fyrir fræðsluna er kr. 35.000,- og er þar innifalið: Kennsla, fæði, námsgögn og ferð í Vatnaskóg 9. – 11. september.

Fermingardagur í Hallgrímskirkju 2023
Sunnudaginn 16. apríl kl. 11:00.

Skráningar í fræðsluna er að baki þessari smellu hér

Nánari upplýsingar veita djákni og prestar Hallgrímskirkju.

Kynningarmyndband um fermingarfræðsluna hér.