Öskudagsmessa í Hallgrímskirkju

28. febrúar 2017
Miðvikudaginn 1. mars er öskudagsmessa í Hallgrímskirkju kl. 08.00. Á þeim degi er miðvikudagssöfnuðurinn 14 ára. Sr. Kristján Valur Ingólfsson biskup í Skálholti syngur messu og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Á eftir messunni er afmæliskaffi og meðlæti í safnaðarsalnum. Allir hjartanlega velkomnir.