Öskudagur í Hallgrímskirkju

24. febrúar 2020

 


 Mikið er um dýrðir við upphaf föstunnar. Öskudagurinn markar upphaf langaföstu sem er tímabil kirkjuársins sem varir í 40 daga að kyrruviku. Undirbúningur fyrir páskana. Því verður fagnað á morgun með lifandi hætti.


Kl. 8: Öskudagsmessa og afmæli. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma. Öskudagsmessan markar afmæli miðvikudagssafnaðarins en 17 ár eru líðin frá því að árdegismessur hófust í Hallgrímskirkju. Umsjón: sr. Kristján Valur Ingólfsson fyrrverandi Skálholtsbiskup, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur. Morgunmatur eftir messu.


Kl. 10-12: Eru foreldramorgnar í kórkjallarnum. Búningaþema. Foreldrar með krútt og kríli sín eru hvött til að mæta í fínasta og fyndnasta pússinu sínu. Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir. 


Kl. 12: Er þá ekkert heilagt lengur? Samverustund í Norðursal, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson flytur erindi. Veitingar í boði kirkjunnar. 


Og einnig ætlar Guðbrandsstofa (kirkjubúðin) í Hallgrímskirkju að taka þátt í deginum og bjóða krökkum sem vilja syngja og fá nammi í staðinn hjartanlega velkomin. Hægt er að koma í Guðbrandsstofu milli kl. 9 - 16:30.