Æskulýðsdagurinn 6. mars í Hallgrímskirkju

Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar verður messubragurinn í Hallgrímskirkju að hætti unga fólksins. Inga Harðardóttir og sr. Sigurður Árni stýra samverunni í kirkjunni. Kór Ísaksskóla syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Félagar í Mótettukórnum syngja og Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Fermingarungmenni taka þátt í athöfninni og altarisganga verður í messulok. Kl. 10 mun Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur, frumkvöðull og kirkjuráðskona, ræða um gildi Biblíunnar. Allir velkomnir á fræðslumorgun í Suðursal og messu í kirkjunni. Eftir messu verða veitingar í Suðursal.