Æskulýðsguðþjónusta 3. mars kl. 11

01. mars 2019
Næsta sunnudag er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur og þá verða börn og unglingar í stóru hlutverki í fjölskylduguðsþjónustunni kl. 11 sem verður með óhefðbundnu sniði.

Fermingarbörnin ætla að bera inn ljós, lesa ritningarlestur, bænir, og flytja hugleiðingu auk þess sem þau eru búin að koma með tillögur að barnasöngvum og sálmum.
Fiðlusveit undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur kemur í heimsókn, sunnudagaskólalögin verða á sínum stað og stundin öll til þess fallin að lítil og stór geti átt saman endurnærandi og uppbyggilega stund í hliði himinsins!
Yfirskrift dagsins er „...gerum ei jörðinni mein“ og verða líf, ljós og vatn áberandi á þessum degi enda stefnir Hallgrímskirkja að því að verða grænn söfnuður. Í stað altarisgöngu verður bænaganga með áherslu á umhverfisvitund og sama þema leikur einnig um messukaffið þar sem hægt verður að setja fræ í mold til að byrja með sína eigin matjurtarækt og fermingarbörnin verða með nytjamarkað og kökusölu til styrktar vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar.

Verið öll hjartanlega velkomin til vonarríkrar samveru!

Hérna fyrir neðan er messuskráin í tölvutæku formi:

190303.Sd.í.föstuinngangi - Fjölskyldumessa