Sorg, samtal og kyrrð

12. nóvember 2019

Sorg, samtal og kyrrð 
Miðvikudagana 6., 13., 20. og 27. nóvember kl. 17 




Stutt inngangserindi verða í höndum presta sem hafa áralanga reynslu af starfi með syrgjendum.
Miðvikudaginn 13. nóvember kl. 17 mun sr. Sigfús Kristjánsson prestur og verkefnastjóri á Biskupsstofu fjalla um ,,Áföll, sorg, bjargráð og sköpun." 

Eftir erindin verður boðið til samtals þar sem hægt er að spyrja spurninga, deila reynslu eða þiggja góð ráð á ferðinni um veg sorgarinnar en fyrirlesararnir leiða samtalið.
Að lokum er boðið upp á að ganga inn í kirkjuna, hlýða á öríhugun við ljósbera kirkjunnar og tendra ljós í minningu þeirra sem látin eru. 


Verið velkomin.