Sóttvarnareglur og kirkjan

12. nóvember 2021
Fréttir

Verður messa eða fellur helgihaldið niður? Auglýst fjölskylduguðsþjónustan í Hallgrímskirkju verður sunnudaginn 14. nóvember kl. 11. Þau sem koma í kirkjuna eru beðin um að virða sóttvarnarreglur skv. ákvörðunum stjórnvalda.

Grímurnar eru ágætar og handspritt verður við inngang. Kirkjuverðir og messuþjónar stýra umferð og staðsetningum í kirkjunni. Virðum helgi lífsins og þarfir fólks – svo hlið himins nýtist vel. Góða og gæfuríka helgi.